Í kvöld kveiki ég á kertum.
Fyrir þá sem eiga um sárt að binda í Orlando.
Fyrir elskulega mömmu mína sem fór í aðgerð í dag og þarfnast meiri nærveru og bæna um góðan bata.
XXX
Í kvöld kveiki ég á kertum.
Fyrir þá sem eiga um sárt að binda í Orlando.
Fyrir elskulega mömmu mína sem fór í aðgerð í dag og þarfnast meiri nærveru og bæna um góðan bata.
XXX
Þessi var prjónuð rétt fyrir páska. Marr verður eitthvað svo kindarlegur...bara eins og kind!
Uppskrift er frí á Ravelry.com og heitir baa ble hat. Smart garn og prjónar #3,5
Ég er annars búin að vera súper busy síðustu daga því ég skellti mér á kúrs í Listaháskólanum. Það er búið að vera svo skemmtilegt. Kannski maður fari bara að breytast í menningavita eftir það allt saman :)
Þar til næst, eigið góðan dag.
Var að klára þessa sokka á Litlamann. Ég er svolítið upptekin þessa dagana að nota upp garnafganga. Stroffið er úr Lanett - held ég - en leistinn sjálfur er úr hnykli sem varð eftir þegar ég var fyrst að komast upp á lag með að gera sokka. Garnið er frá Marks&kattens og er þrusugott. Hérna eru "gömlu" sokkarnir, ég hef hent þeim í þvottavél og Voila! alveg eins og nýir.
Þar til næst
X
Grínlaust þá hélt ég að ég myndi ekki hafa það af að ljúka við þessa vettlinga. Byrjaði á þeim í janúar í samprjóni í vettlingagrúbbunni á Ravelry.com og náði að halda í við hópinn. En allir endarnir sem þurfti að ganga frá. Það er hægt að prjóna endana jafnharðan inn í en ég hef ekki komist upp á lag með það ennþá.
Ég notaði garnafganga og prjóna #2,5 og þeir passa skínandi vel á kvenmannshönd. Uppskriftin heitir Mosaikk og fékk hönnuðinn innblástur úr ævintýrum 1001 nætur. Upskriftina er að sjálfsögðu hægt að fá á uppáhaldsvefnum mínum Ravelry.com
Þar til næst
XXX
Þegar ég var barn var föstudagurinn langi mjög langur. Einhvern veginn komst maður þó í gegnum hann, í minningunni aðallega með því að hafa ofan af fyrir sér sjálfur með kubba- eða barbieleik.
Á unglingsárum lokaði maður sig inni í herbergi og hlustaði á tónlist af kassettum eða grúfði sig ofan í bók. Seinna meir fór maður í ferðalög með kristilegu starfi en svo á eigin vegum til dæmis í bústað og þeyttist um allar trissur.
Í dag kann ég að meta friðinn sem fylgir dymbilviku. Það er þó ekki svo að hér sé látlaus friður, nei, nei, ég heyri óm frá bíómyndum og tölvuleikjum en svo inn á milli fellur allt í dúnalogn og allir að slaka á hver á sinn máta.
Friðarkveðja
XXX
Baunagras |
Butterfly Blues Cornflowers |