14. júní 2015

Sumarbyrjun

Dagarnir líða hratt þegar maður hefur nóg að gera og hér hefur ekki verið neinn skortur á verkefnum.
Í maí brugðum við okkur til New York og gistum hjá afkomendum frænku sem flutti af skerinu kringum 1950. Það er svo gaman að geta, með aðstoð internetsins að styrkja ættarböndin.
Að sjálfsögðu var farið í helstu fatabúðirnar en svo var slappað af í bakgarðinum og borðaður góður matur, sem nóg er af í henni Ameríku.


Almenn heimilisstörf taka líka sinn tíma.
Í maí var tekið tekið til í eldhússkápum og þá birtust smekkir sem mér voru gefnir þegar börnin voru lítil. Ég varð auðvitað að prófa að gera mína eigin og
hér er mín útfærsla af smekkjunum.


Ég er alltaf með mörg handavinnuverkefni í gangi - sumir segja allt of mikið - en það er svo þægilegt að hafa ólík verkefni eftir því hvernig skapi ég er í. Stundum langar mann bara til að gera hugsunarlaust slétt prjón sem þægilegt er að hafa í töskunni þegar manni leiðist. Ég er sko nefnilega ekki með smartsíma í töskunni sem glepur.

Þessi skokkur er búinn að vera að þvælast með mér í töskunni síðastliðna tvo mánuði.
Uppskriftina má nálgast á Ravelry.com ókeypis undir nafninu Little sister´s dress.


Þar til næst

x