19. október 2014

Vetrarfrí

 

 

Jey smá vetrarfrí. Við brugðum okkur upp í bústað eina nótt. Hefði gjarnan viljað vera aðeins lengur en nóg að gera heima. Það var líka svolítil gosmengun svo að það var ekki gáfulegt að vera mikið úti.

Það er samt alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera, sívinsælt að moka holu eða fylla í holu :)

 

En það þarf alltaf að vera viss um að Litlimann hafi nóg fyrir stafni. Keypti lítinn vefstól handa honum og hann var virkilega áhugasamur og vildi endilega hafa hann með sér heim.

Best samt leiðbeiningarnar á kassanum; og regla nr.1 gríðarlega mikilvæg ;)

 

15. október 2014

Hversdags...

Heimanám hjá Litla mann og sunddrottningunni unnið við eldhúsborðið. Ég aftur á móti bæti við pilsið góða nýrri heklaðri dúllu. Pilsið er notað 1x á ári sem auðvitað er bölvuð vitleysa. Þörf á að minna á mikilvægi skimunar og eftirfylni gagnvart krabbameini alla daga ársins.

 

7. október 2014

Vettlingar

Ég er hér enn, gasalega mikið að gera svona eins og oft vill verða. En langaði að birta mynd af vettlingunum úr leyni-samprjóninu. Ég náði ekki að halda í við hina prjónarana, á Raverly var búið að birta yfir 200 myndir af svona vettlingapörum 1. október. Mínir vettlingar eru helst til of stórir á mig en það má örugglega finna hendur sem geta notað þá.