16. júní 2010


List og lyst


Ég er búin að fara á tvær listasýningar síðustu daga. Báðar eru hluti af Listahátíð Reykjavíkur
Sú fyrri í Listasafni Reykjanesbæjar og ekskjúsmoi ég skildi nú bara ekkert í henni. Litlu handgerðu blómin sem líta út eins og blómabeð eru reyndar falleg en ekkert nýtt.

Hin sýningin er á Kjarvalsstöðum, ljósmyndasafn úr einkaeigu og sannarlega fjölbreytt. Hún hreyfir allavega við manni og gott að gefa sér góðan tíma til að skoða upplýsingarnar við hlið myndanna því að þær bæta þær upp. Sumar myndirnar eru nokkuð svæsnar svo að ég mæli ekki með því að hafa óþroskuð börn með sér.


Annars var ég að vafra í miðborginni í gær og var í hlutverki túrista. Ég verð nú bara að segja það að túristadraslið flæðir um allar gáttir. Margt fallegt var til að handgerðu og sérstökum hlutum en verðlagið maður, það er oft alveg út í hött.

Svo var alveg þrælskemmtilegt að í Hallgrímskirkju og á Kjarvalsstöðum var fólk að spila tónlist. Frítt inn, ekkert formlegt og maður gat sest niður smá stund, notið og haldið svo áfram för. Flott þetta, fjölbreytt og skemmtilegt.


En mikið er höfuðborgin orðin falleg. Við fengum okkur að borða í Perlunni í kaffiteriunni og það var ferskt, fjölbreytt og á sanngjörnu verði. Skemmtilegur dagur sem kostaði litið.

13. júní 2010

Nýjir tímar


Jebb, ég er komin í langt sumarfrí og á sama tíma kvatt gamla vinnustaðinn. Það hefur verið líkt og að ganga í gengum skilnað, sorg, bakþankar og kvíði fyrir nýjum tímum. En ég hef hugsað mér að safna kröftum í sumar og hlaða batteríin fyrir nýja starfið.


Ég hef látið liggja á hakanum að klára "glimmerkjólinn" þar sem ég kann ekki að hekla kantinn á hann. Nú hef ég notað heila kvöldstund við að reyna að læra að hekla af kennslumyndböndum á netinu (garnstudio) en það hefur gengið brösulega. Kannski af því að ég er líka að horfa á Avatar í sjónvarpinu á sama tíma ?!!! Fingurnir eru orðnir krepptir og athyglin ekki alveg 100% Ég verð að játa mig sigraða og fá einhvern til að kenna mér að hekla. Að horfa á bíómynd er ég alveg fullfær í :)

Litli mann lætur aldeilis hafa fyrir sér þessa dagana. Í dag datt hann til dæmis niður af stól og beit sig í tunguna. Var ekki hress þá stundina en fljótur að jafna sig , líkt og endranær og var farin að væla um að komast út til systra sinna á trampólínið fljótlega. Ætli hann haldi að hann sé 18 ára ekki 18 mánaða ???