16. júní 2010


List og lyst


Ég er búin að fara á tvær listasýningar síðustu daga. Báðar eru hluti af Listahátíð Reykjavíkur
Sú fyrri í Listasafni Reykjanesbæjar og ekskjúsmoi ég skildi nú bara ekkert í henni. Litlu handgerðu blómin sem líta út eins og blómabeð eru reyndar falleg en ekkert nýtt.

Hin sýningin er á Kjarvalsstöðum, ljósmyndasafn úr einkaeigu og sannarlega fjölbreytt. Hún hreyfir allavega við manni og gott að gefa sér góðan tíma til að skoða upplýsingarnar við hlið myndanna því að þær bæta þær upp. Sumar myndirnar eru nokkuð svæsnar svo að ég mæli ekki með því að hafa óþroskuð börn með sér.


Annars var ég að vafra í miðborginni í gær og var í hlutverki túrista. Ég verð nú bara að segja það að túristadraslið flæðir um allar gáttir. Margt fallegt var til að handgerðu og sérstökum hlutum en verðlagið maður, það er oft alveg út í hött.

Svo var alveg þrælskemmtilegt að í Hallgrímskirkju og á Kjarvalsstöðum var fólk að spila tónlist. Frítt inn, ekkert formlegt og maður gat sest niður smá stund, notið og haldið svo áfram för. Flott þetta, fjölbreytt og skemmtilegt.


En mikið er höfuðborgin orðin falleg. Við fengum okkur að borða í Perlunni í kaffiteriunni og það var ferskt, fjölbreytt og á sanngjörnu verði. Skemmtilegur dagur sem kostaði litið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.