4. október 2010

Margur heldur mig sig

Margur heldur mig sig

Auðvitað veistu alltaf best;
enginn má þér betur.
Hæglega gætirðu fengist við flest,
og fátt sem þú ekki getur.
Og víst eru flísarnar fáeinar
faldar í augunum mínum;
hvassir breyskleikans borteinar
byrgja mér jafnan sýnum.
En áður en aumum er úthlutað
aftöku og plássi á haugum,
reyndu þá gæskan að gæta að
gólfefni í eigin augum.

Góð fyrrverandi samstarfskona og vinkona gaf mér þessa vísu. Ekki veit ég hvar hún fann hana en góð er hún.

25. september 2010

Tyrkland

Ferðalög
Mikið er gaman að ferðast og skoða heiminn.
Við hjónin fórum í vikuferð til Tyrklands. Væntingar mínar voru svo sem engar en land og þjóð komu mér á óvart. Menningin er svo ólík íslenskri en mér fannst tyrkir hægverskir og góðlegir. Maður þurfti bara að vara sig á sölufólki enda eiga margir allt sitt undir því að pranga inn á vestrænan "auðmanninn".


Tyrkland hefur gamla menningu við fótskörina og við nutum sérstaklega að skoða Efesus og hefðum gjarnan viljað skoða meira heldur en hefðbundin túrista ferð býr upp á. Vonandi gefst okkur tækifæri til að heimsækja Tyrkland aftur.


3. ágúst 2010

Gefið ykkur tíma...
...til að hlæja. Hláturinn lengir lífið.
Er eitthvað við þetta að bæta, held ekki :)

20. júlí 2010

Gefðu þér tíma fyrir lestur...

... það er undirstaða þekkingar og visku.

Ég hef verið óvenju mikill lestrarhestur í vor og sumar. Sumt hef ég nú bara verið að lesa til að geta fylgst með umræðunni á kaffistofunni eins og Berlinaraspirnar og Karlar sem hata konur sem báðar eru fyrstu bækur af þremur. Þær voru ágætar en ég get ekki sagt að ég verði að lesa framhaldið eða horfa á myndirnar.
Svo hef ég verið að lesa bækur sem minna hafa farið fyrir í umræðunni,
eins og Bókmennta- og kartöflubökufélagið sem ég hefði gjarnan viljað fá framhald af. Yndisleg rómantík með sagnfræðilegu ívafi og spennu.
Prjóna og föndurblöðin hafa læðst með í búnkann auk þess sem að lesa það nýjasta nýtt í smábarnabókunum.
Sagan af Litla prinsinum er síðan nauðsynlegt að glugga í reglulega. Maður uppgötvar alltaf eitthvað nýtt í þeirri bók ...eða maður hefur öðlast meiri visku og þekkingu til að skilja hana betur.



2. júlí 2010

Gefðu þér tíma...
...til að vinna. Æfingin skapar meistarann.

Það hefur lengi verið á dagskrá að læra á fínu saumavélina sem ég fékk í útskriftargjöf (2006). Hugsaði með mér að hæfilegt verkefni væri smekkur. Framhlið smekksins er efni úr Ikea en bakhliðin gamalt handklæði. Ég er nokkuð ánægð með árangurinn. Ég viðurkenni þó fúslega að hugmyndin er frá Ingu frænku, ekki svo viss um að hún myndi gefa háa einkunn fyrir handbragðið en nokkuð viss um að hún væri stolt af mér fyrir að reyna. Æfingin skapar meistarann

16. júní 2010


List og lyst


Ég er búin að fara á tvær listasýningar síðustu daga. Báðar eru hluti af Listahátíð Reykjavíkur
Sú fyrri í Listasafni Reykjanesbæjar og ekskjúsmoi ég skildi nú bara ekkert í henni. Litlu handgerðu blómin sem líta út eins og blómabeð eru reyndar falleg en ekkert nýtt.

Hin sýningin er á Kjarvalsstöðum, ljósmyndasafn úr einkaeigu og sannarlega fjölbreytt. Hún hreyfir allavega við manni og gott að gefa sér góðan tíma til að skoða upplýsingarnar við hlið myndanna því að þær bæta þær upp. Sumar myndirnar eru nokkuð svæsnar svo að ég mæli ekki með því að hafa óþroskuð börn með sér.


Annars var ég að vafra í miðborginni í gær og var í hlutverki túrista. Ég verð nú bara að segja það að túristadraslið flæðir um allar gáttir. Margt fallegt var til að handgerðu og sérstökum hlutum en verðlagið maður, það er oft alveg út í hött.

Svo var alveg þrælskemmtilegt að í Hallgrímskirkju og á Kjarvalsstöðum var fólk að spila tónlist. Frítt inn, ekkert formlegt og maður gat sest niður smá stund, notið og haldið svo áfram för. Flott þetta, fjölbreytt og skemmtilegt.


En mikið er höfuðborgin orðin falleg. Við fengum okkur að borða í Perlunni í kaffiteriunni og það var ferskt, fjölbreytt og á sanngjörnu verði. Skemmtilegur dagur sem kostaði litið.

13. júní 2010

Nýjir tímar


Jebb, ég er komin í langt sumarfrí og á sama tíma kvatt gamla vinnustaðinn. Það hefur verið líkt og að ganga í gengum skilnað, sorg, bakþankar og kvíði fyrir nýjum tímum. En ég hef hugsað mér að safna kröftum í sumar og hlaða batteríin fyrir nýja starfið.


Ég hef látið liggja á hakanum að klára "glimmerkjólinn" þar sem ég kann ekki að hekla kantinn á hann. Nú hef ég notað heila kvöldstund við að reyna að læra að hekla af kennslumyndböndum á netinu (garnstudio) en það hefur gengið brösulega. Kannski af því að ég er líka að horfa á Avatar í sjónvarpinu á sama tíma ?!!! Fingurnir eru orðnir krepptir og athyglin ekki alveg 100% Ég verð að játa mig sigraða og fá einhvern til að kenna mér að hekla. Að horfa á bíómynd er ég alveg fullfær í :)

Litli mann lætur aldeilis hafa fyrir sér þessa dagana. Í dag datt hann til dæmis niður af stól og beit sig í tunguna. Var ekki hress þá stundina en fljótur að jafna sig , líkt og endranær og var farin að væla um að komast út til systra sinna á trampólínið fljótlega. Ætli hann haldi að hann sé 18 ára ekki 18 mánaða ???

16. maí 2010

Glimmer

Ég hef verið að dunda mér við að prjóna sumarlegan kjól á litla hnátu. Garnið er svooo sætt að það minnir mig á sælgæti. Ég hugsa líka að ef maður hefði átt eitthvað þessu líkt þegar maður var fimm ára hefði það verið æði. Ég barbí -, glimmer- og blómastelpa !!!
Í dag færi ég nú tæplega í eitthvað þessu líkt... og þó ?


Litli mann hefur nú líka svolítið gaman af litum. Hér komst hann í glósubók systur sinnar og myndskreytti eftir bestu getu.


Posted by Picasa

25. apríl 2010

barnalán

Barnalán



Hér eru allir gullmolarnir samankomnir.
Það var náttfatapartý í gær og S.C. fékk að gista.
jebb hvað er fallegra en myndarlegir og hraustir krakkar ?
Posted by Picasa

24. apríl 2010

bíladella

24.apríl



snemma beygist krókurinn

Litli mann að rifna af ánægju yfir að setjast undir stýri.


Posted by Picasa

18. apríl 2010

zucchini muffur

18. apríl 2010

Vor í lofti en algjört gluggaveður. Fjall á Íslandi veldur usla um alla heimsbyggðina. Maður í sjónvarpi sagði að gosið væri frá guði. Ekkert sem í mannlegu valdi gæti breytt þessu. Skondið að það þurfi að taka það fram.


Lífið heldur áfram og maður skellir bara í muffins. Fékk hugmynd frá bloggheimum að nota zucchini í bakstur. Það hefur gefist vel og hér er ein ágæt uppskrift:



zucchini / gulrótarmuffur
1 1/2 bolli matarolía

3 bollar rifið zucchini (eða rifnar gulrætur)

2 bollar púðursykur

3 egg

2 bollar hveiti

2 tsk matarsóti

1 tsk salt

4 tsk kanill



Öllu blandað vel saman með sleif og bakað í muffinsformi (18 min.) eða skúffukökuformi (ca. 25 min.)

Gott að setja smjörkrem ofan á en ekki nauðsynlegt. Skolið niður með ískaldri mjólk.




11. apríl 2010

Páskar apríl 2010


Við áttum góða páska í Norðlenskum kulda. Við ákváðum með skömmum fyrirvara að nota bústað í Kjarnaskógi og drifum okkur á skírdag. Fyrst horfðum við á AS í Hallgrímskirkju að syngja með skólakórnum. Það var aldeilis hátíðlegt og börnin stóðu sig eins og hetjur , að standa í heilan klukkutíma í hálfgerðu loftleysi (já , skrítið í svona stórri kirkju) .
Á Akureyri tók á móti okkur snjór og kuldi og voða mikið af grýlukertum. Áttum góða helgi en það var ekki fjarri því að við söknuðum lillamanns en hann dvaldi í góðu yfirlæti hjá ömmu, óla og GH.

21. mars 2010

21. mars sunnudagur

Um síðustu helgi voru safnadagar í R.bæ. Ég þrammaði um bæinn og frumbruðurinn tók þátt í ljósmyndamaraþoni.

Á sunnudag skoðaði ég vinnustofu / heimili í Njarðvík. Þar eru hjón sem eru að gera ýmislegt skemmtilegt. Heimasíðan þeirra er svo falleg ravendesign.is Krumma hálsmenið er alveg frábært í einfaldleika sínum.

Legghlífarnar eru gerðar af mér, uppskriftin úr bókinni Prjónað á börn. Uppskriftin var ekki alveg sú besta sett fram og stærðir ekki alveg eins og ég vildi hafa þær.

Posted by Picasa

18. mars 2010

18. mars


Mikið líður tíminn hratt. Litli mann svo lítill fyrir ári síðan.






3. mars 2010

Miðvikudagur 3.mars
prjónað á litla prins
ég er mætt aftur en erill í daglegu lífi hefur svo mikill að það hefur verið erfitt að koma skipulagi á hugsanir sínar.
Langar til að sýna ykkur litla prins í peysunni sem ég prjónaði á hann... eða sko á eitthvað barn en hann fékk að nota ! Eldri prjónablöð virka oft voða vel því að uppskriftir eru nokkuð nákvæmar en gefa valmöguleika á fleiri garntegundum. Kannski vegna þess að úrvalið var ekki alltaf það sama í öllum landshlutum? úrvalið af garni er þó alveg mergjað jafnvel í kaupfélaginu, maður fyllist bara valkvíða