20. júlí 2010

Gefðu þér tíma fyrir lestur...

... það er undirstaða þekkingar og visku.

Ég hef verið óvenju mikill lestrarhestur í vor og sumar. Sumt hef ég nú bara verið að lesa til að geta fylgst með umræðunni á kaffistofunni eins og Berlinaraspirnar og Karlar sem hata konur sem báðar eru fyrstu bækur af þremur. Þær voru ágætar en ég get ekki sagt að ég verði að lesa framhaldið eða horfa á myndirnar.
Svo hef ég verið að lesa bækur sem minna hafa farið fyrir í umræðunni,
eins og Bókmennta- og kartöflubökufélagið sem ég hefði gjarnan viljað fá framhald af. Yndisleg rómantík með sagnfræðilegu ívafi og spennu.
Prjóna og föndurblöðin hafa læðst með í búnkann auk þess sem að lesa það nýjasta nýtt í smábarnabókunum.
Sagan af Litla prinsinum er síðan nauðsynlegt að glugga í reglulega. Maður uppgötvar alltaf eitthvað nýtt í þeirri bók ...eða maður hefur öðlast meiri visku og þekkingu til að skilja hana betur.Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.