16. júlí 2015

Sólroði






Var að ljúka við sjal. 
Ég tók þátt í "samprjóni" á Ravelry en uppskriftin var til sölu í maí, með fyrirmælum um hvaða garn og prjónastærð gætu hentað. Fyrstu vísbendingu fékk ég síðan 1. júní og komu þær svo vikulega í samtals 6 vikur. Uppskriftin er á ensku og gekk mér vel að skilja hana. Vinkona mín Fröken Googl var mér síðan innan handar þegar á reyndi ;)

Garnið keypti í New York í maí síðastliðnum í lítilli prjónabúð sem heitir The Village knitter. Afgreiðslukonan var alveg hreint yndisleg og þegar ég lenti í vanda með að velja garnið fórum við bara saman á Ravelry og fundum út úr hvaða garn hentaði best í þetta verkefni. 
Garnið er MadelineTosh merino Light og liturinn á því er ótrúlega líkur næturhimninum sem hefur verið svo fallegur núna í júní.
Mæli með garninu og búðinni ef þú átt leið um New York. 

Höfundurinn af sjalinu er ekki kominn með nafn á það ennþá en ef þú vilt nálgast uppskrift getur þú fundið hana á Ravelry undir t.d. Kirsten Kaper design.

Þar til næst
x



2. júlí 2015

Sólbrekkuskógur








"Niðurhalið" kláraðist bara alveg í júní. En nú er ég komin í sumarfrí og þá verður hlaðið aftur.

Þar til næst
x