23. september 2012

Banana- og karamellumúffur 

í boði NigelluÞessar múffur eru fljótlagaðar og gott að nýta vel þroskuðu bananana í uppskriftina.

3  bananar
125 ml jurtaolía
2 egg
250 g hveiti
100 g sykur
1/2 tsk natrón
1 tsk lyftiduft
150 g karamellu- eða súkkulaðibitar.

Ofninn stillur á 200°c
Bananar stappaðir og lagðir til hliðar. Olían mæld og eggin hrærð út í hana.
Þurrefni sett í skál, síðan eggja/olíublönda í og að lokum stappaðir bananar.
Súkkulaðið hrært saman við eða setja deig í form, svo súkkulaðibita (Rolo) og svo deig yfir

Bakist í 20 mínútur.  Dugar í 12-14 múffur.  
Verði þér að góðu.


8. september 2012

Kría

Nú er haustið komið, skólarnir byrjaðir og farfuglar að búast til ferðalaga. Hér á bæ hefur verið nóg að gera í almennu heimilishaldi og að loknum vinnudegi er engin löngun orka í handavinnu. Þá er nú gott að hafa sjónvarpsdagskrá sem skilur ekkert eftir og reynir ekkert á heilann...

... en lengi er von á góðu.

Sjalið Kría
Uppskriftin er úr Heklbók Þóru. Umferðirnar urðu 57.  Ég breytti aðeins uppskriftinni því að þegar ég var komin með ca. 20 umferðir fannst mér "grunnlínan" aðeins of stíf svo að ég gerði síðasta stuðulinn í umferð tvöfaldan (tvíbrugðinn stuðull). Garnið er Einband.