8. september 2012

Kría

Nú er haustið komið, skólarnir byrjaðir og farfuglar að búast til ferðalaga. Hér á bæ hefur verið nóg að gera í almennu heimilishaldi og að loknum vinnudegi er engin löngun orka í handavinnu. Þá er nú gott að hafa sjónvarpsdagskrá sem skilur ekkert eftir og reynir ekkert á heilann...

... en lengi er von á góðu.

Sjalið Kría
Uppskriftin er úr Heklbók Þóru. Umferðirnar urðu 57.  Ég breytti aðeins uppskriftinni því að þegar ég var komin með ca. 20 umferðir fannst mér "grunnlínan" aðeins of stíf svo að ég gerði síðasta stuðulinn í umferð tvöfaldan (tvíbrugðinn stuðull). Garnið er Einband.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.