27. október 2012

Haust teppi

Garnið: Woolcott frá Hjertegarn

Uppskriftin: Af Raverly
Rakti upp 3x grunnröð, las vitlaust og var ekki sátt við lengdina 

Teppið fær að koma með á helstu viðburði. Sundæfing

Kúritími eftir langan vinnudag

Við sjónvarpið
Vinsamlegast leiðið hjá ykkur teppið sem bíður úrvinnslu á stólbakinu

Leikið saman

Komin með 25 %8. október 2012

Köngulló


Eftir SokkaGloríuna var kominn tími á upprifjun á vettlingaprjón.
Ég gerði fyrst þessa bláu. Voða mjúkir og sætir en of litlir á Litlamann.

Þar sem sjálfsálitið í prjónaskapnum hafði aukist til muna
var fitjað upp á þeim næstu.


Tvílitir og ekki svo mjög fljótgerðir. 
Seinni vettlingurinn vafðist eitthvað fyrir minni, þurfti að rekja hann upp amk. 2x .
 (Drengurinn er varla með tvær hægri hendur !!!) 

Mér til málsbóta varð ég fyrir stanslausri truflun (fjórar rallandi skvísur í sumarbústað). 

Ég mæli heldur ekkert sérstaklega með því að vera drekka eitthvað sterkara en eplasíder þegar verið er að vanda sig við "flókið" munstur.

Köngulóarvettlinga má nálgast hér og uppskrift að húfu í stíl má nálgast hér.
7. október 2012

Er þetta ekki bara vinalegur staður ?


Flúðir september 2012

Ég var að horfa á imbann og þar var verið að ræða við eldri mann. Einn af þessum sem er að gera eitthvað af hugsjón einni saman. Þessi höfðingi var að græða landið sitt, Ísland.
Lengst uppi á öræfum.

Flúðir september 2012
Fréttamaðurinn spurði: "Hvers vegna hérna? Af hverju að græða landið hér? " 

Hólaskjól september 2012

Og svarið kom svo:  "Er þetta ekki bara vinalegur staður?"

Dverghamrar september 2012

Úff, já. Er það ekki bara málið á Íslandi? Það er alveg sama hvar við drepum niður fæti, þar er vinalegt. Lengst uppi á öræfum, niður í fjöru, sveitinni okkar eða í gleðskap með fjölskyldu/vinum. 

Vík í Mýrdal september 2012
Vinalegt