19. október 2015

...og bleik húfa

Fékk hugmynd að húfu...ætlaði reyndar ekki að gera meira af röndóttu í bráð eftir jarðarberjapeysuna en...
...hafði hugsað mér eitthvað í líkingu við þetta...
...þolinmæðin var bara búin og ég læt þetta duga. Voða sæt samt og hef fulla trú á að litla hnátan sem fær húfuna sprengi krúttstuðulinn með þessa á kollinum.
Þar til næst

 

 

5. október 2015

Ökklasokkar

Þessir sokkar eru handa mér. 100% cascade ull, enginn gerviþráður. Það á víst að vera betra að hafa um 20% nylon/polyester til styrkingar. Við sjáum til, er á meðan er ;)

Úrtakan á tá var alveg ný fyrir mér. "Cast off kitchener stitch." Allt á youtube ;)

 

Litlimann hefur ofan af fyrir sér sjálfur þessa stundina við að búa til spil. Jamm, sambland af spilasokk með yfir 20 flettispjöldum og teningaspili. Vill einhver spila við mig?