15. maí 2014

Hringtrefill




Fljótgerður hringtrefill, uppskriftin er úr Maríu heklbók.
Garnið er tvær hespur af handlituðu Merino sem ég keypti í garnbúð í Florida.

7. maí 2014

Sumir dagar


Sumir dagar eru langir. 
Verkefnin mörg og sér ekki fyrir
endann á að geta lokið þeim.

Vinnan sem innkoman er af er strembin
og verkefnin virðast einhvern veginn hlaðast upp.

Halda heimili er óendanleg vinna, 
elda, þvo, þurrka, baða, koma á ró á kvöldin.

Þá er gott að hafa handavinnuna, 
eitthvað sem tæmir hugann og 
árangur vinnunnar áþreifanleg.



2. maí 2014

Jarðarberjapeysa




Krúttleg og sæt fyrir allan peninginn!

Note to myself:
ALDEI aftur rendur í peysu
ALDREI aftur ermar fram og til baka...og sauma síðan saman eftir á
...

Uppskrift úr prjónadagatali Kristínar Harðardóttur 2014.