20. júní 2012

Sumarsólstöður


Nú er ég búin að vera í sumarfríi í rúma viku. Engin vekjaraklukka, Litli mann sér alveg um það að það sé ræs. Ég skrapp með hann í Grindavík til að kaupa ís ...en að sjálfsögðu var megin tilgangurinn að líta inn í litla garnverslun þar. Kom heim með gult bómullargarn og tvær dokkur af mislitu garni.

Þegar heim var komið, var auðvitað beint farið í að hekla smekk. Ég segi nú ekki farir mínar alveg sléttar með það, því að uppskriftin er langt frá því að vera skýr. Ég hefði nú alveg getað sagt mér það sjálf því að ég hef gert þrjár aðrar uppskriftir úr þessu blaði, eitt skiptið hætti ég við og rakti upp allt það sem ég búin að gera og hinar tvær varð ég barasta að giska á hvernig ætti að gera uppskriftinar.

En smekkurinn er tilbúinn, langt í frá að vera eins og sá í blaðinu en hann er fínn í slef og matarslettur.

Sumarið er alveg búið að vera dásamlegt veðurfarslega séð. Varla komið dropi úr lofti svo að það hefur þurft að vökva garðinn daglega en allt útlit er fyrir að það verði svolítið af rifsberjum og stikilsberjum í ár.Sumarið er tíminnÞessi mynd er tekin fyrir 6 mánuðum, brrr.
Í vetur var setið við og perlað út í eitt. Nú er tíminn til að hengja fíneríð upp og njóta þess þegar það sveiflast í kvöldsólinni.17. júní 2012

Gleðilegan þjóðhátíðardag
15. júní 2012

Ugla


Lengi hefur það verið á stefnuskránni að gefa í tækifærisgjafir eitthvað handunnið.

Í þetta sinn varð þessi litla ugla til í hádeginu í dag.


Uppskriftina má finna á hollenskri bloggsíðu .
Notabene, uppskrifin er á ensku ef skrollað er neðst niður.

 Hér er uglan mín að bera sig saman við þá hollensku.

 


Svo kveður hún heimahagana og gleður vonandi 13 ára afmælissnót seinna í dag.