18. júlí 2013

Blómabreiða

Eitthvað hefur sést glitta í þetta þetta teppi á myndum síðustu bloggfærslna.
Nú er það tilbúið.
Uppskriftina má finna í bók Edie Eckman, Connect the Shapes crochet motifs.




10. júlí 2013

Textílsetrið Blönduósi

Ég hef lengi ætlað að heimsækja Textílsetrið á Blönduósi og nú lét ég verða af því á heimleiðinni frá Akureyri.    Svaka plott í gangi, nestaði mannskapinn og hafði sundfötin einnig efst í farangrinum og þegar á Blönduós var komið sendi ég fjölskyldumeðlimina í sundlaugina (sem þeim fannst nú ekki leiðinlegt) og ég laumaðist ein á safnið.
Og það var vel þess virði. Ég var í uþb. klukkutíma að skoða safnið en hefði áræðanlega verið lengur ef ég haft einhvern með mér til að deila upplifuninni með. Ég deili hérna nokkrum myndum en sjón er sögu ríkari.


Verk Helene Magnusson
Úr safni Halldóru Bjarnadóttur

9. júlí 2013

Fjársjóðsleit

Þegar við vorum fyrir norðan nýttum við okkur óspart Kjarnaskóg til útiveru. Þetta er frábær staður, hægt að þramma þarna um allt, manngerð leiktæki á opnum svæðum og spennandi leikstaðir í boði Skaparans. 

En einn daginn lögðum við upp í fjársjóðsleit í skóginum. Húsbóndinn var búinn að slá inn GPS staðsetningu sem við fundum á síðu GEOCACHING og þar með upphófst ævintýrið.
Þetta var heldur lengri ganga heldur en við bjuggumst við en þetta var þrælskemmtilegt. Gleðihrópin þegar krukkan með fjársjóðnum fannst loksins glumdu um allan skóg. Leikurinn felst sem sagt í því að finna "fjársjóði" með hjálp GPS staðsetningar og þegar hann finnst má skipta út "fjársjóði" fyrir annan í staðinn.










Skemmst er frá því að segja að fjölskyldan hét sér að finna fleiri fjársjóði á ferðalögum sínum.
Með hjálp GEOCACHING er hægt að finna merkilega/flotta staði sem maður hefði pottþétt ekki fundið annars.

7. júlí 2013

Ferðasaga

Loksins var komið að sundmótinu sem búið var að undirbúa í margar vikur. Það  heppnaðist líka svona vel. Veðrið var svona allskonar, úrhellisrigning og yfir í baðstrandarstemningu blíðviðri á sunnudagsmorgninum.
Keppendur stóðu sig með sóma og má segja að ÍRB hafi ruslað þessu upp.




Eftir mótið gafst svo tími til að hanga saman, svona fjölskyldan. Það er orðið sjaldan sem við erum öll saman kjarnafjölskyldan, allir út um hvippinn og hvappinn alltaf hreint.



"Brjóstkassinn" vakti mikla kátínu hjá Litlamann.





Ahhhh...ekki amalegt að fagna fertugsafmæli á svona stað.

6. júlí 2013

Hálsmen

Von


 
Ég útbjó þetta hálsmen í júní og hef þegar fengið hrós fyrir það, meira að segja frá karlmanni. Uppskriftin er í nýjasta blaði Interweave Crochet.  Ég barasta elska það blað.