Ég hef lengi ætlað að heimsækja Textílsetrið á Blönduósi og nú lét ég verða af því á heimleiðinni frá Akureyri. Svaka plott í gangi, nestaði mannskapinn og hafði sundfötin einnig efst í farangrinum og þegar á Blönduós var komið sendi ég fjölskyldumeðlimina í sundlaugina (sem þeim fannst nú ekki leiðinlegt) og ég laumaðist ein á safnið.
Og það var vel þess virði. Ég var í uþb. klukkutíma að skoða safnið en hefði áræðanlega verið lengur ef ég haft einhvern með mér til að deila upplifuninni með. Ég deili hérna nokkrum myndum en sjón er sögu ríkari.
| Verk Helene Magnusson |
| Úr safni Halldóru Bjarnadóttur |
Mér finnst alveg gríðarlega gaman að koma á þett safn. Hef komið tvisvar, fyrst á gamla safnið og svo á þetta nýja.
SvaraEyða