25. ágúst 2013

Aftur í skólann

Nú er skólinn byrjaður eftir sumarfrí og þá er mikilvægt að hafa skopparahúfu við hæfi.


Prinsessan ætlaði nú sjálf að prjóna húfuna og byrjaði á stroffinu. Ég sá fram á að húfan yrði aldrei kláruð þegar komið var að munstrinu svo að ég tók við. Ég átti sjálf fullt í fangi með munstrið fyrst en eftir að hafa skoðað útfærslur á því á youtube ("star knit") komst ég upp á lag með það.
Uppskriftin er úr fallegri bók Húfuprjón eftir Guðrúnu S. Magnúsdóttur.
Garnið er 100% merinoull frá Rauma


19. ágúst 2013

La - La sjal






Þetta sjal er svo ótrúlega fallegt og skemmtilegt að prjóna.
Uppskriftina má nálgast HÉR 

9. ágúst 2013

Bleika slaufan


Ég á tvær góðar vinkonur sem hafa fengið krabbamein,
önnur í brjóstið en hin í hálsinn.
Ég dáist af hugrekki þeirra og slaufan er gerð þeim til heiðurs.


Uppskriftina af slaufunni er hægt að nálgast fríkeypis á Raverly - Crochet ribbon (pink awareness ribbon).


Spegilmyndina fékk ég hjá mömmu en myndin hékk við rúm ömmu minnar fyrir margt löngu. Það var smá vinna að ná myndinni af speglinum án þess að skemma hann en mikið er ég ánægð með hann.