21. mars 2011

Ungbarnateppi

21.mars 11
Ég hef verið nokkuð iðin við prjónaskapinn eftir áramót . Þetta teppi var ég ekki nema um 2 mánuði að ljúka við. Í uppskriftinni er teppið einlitt en marglitt er toppurinn á tilverunni. Ég er bara nokkuð ánægð með útkomuna. Garnið er ullarblanda og undurmjúkt. Teppið er þegar farið til samkennara, vonandi kemur það að góðum notum.