27. september 2015

Free spirit

Ég er að verða nokkuð klár í sokkaprjóni, svo ég monti mig aðeins. Nýja aðferðin sem ég lærði við að taka upp lykkjur á hælstalli er margfalt fallegri en sú sem ég hef gert hingað til. Engin leiðinda göt að bögga mig. Það er alltaf hægt að læra nýja tækni í prjóni :)

Annars er ég mestmegnis í almennum heimilisstörfum þessa dagana, þvo þvotta, elda og aðstoða Litlamann með heimanámið. Það getur verið heljarinnar mál stundum því hann er nú ekki á því að láta einhvern bóklestur tefja sig. Eða eins og frænka hans orðaði það: "he is a free spirit little boy."

 

 

2. september 2015

Sokkar

Ég er bara alveg að missa mig í sokkaprjóni. Þetta eru lestarsokkarnir frægu. Er búin með 4 pör og ætlaði að láta það gott heita.

En rakst svo á myndband með hvernig hægt er að taka upp lykkjur á hælstalli á fallegri hátt en það sem ég hef gert.

Svo að ég hef fitjað upp á pari fimm...

Þar til næst

XxX