25. september 2010

Tyrkland

Ferðalög
Mikið er gaman að ferðast og skoða heiminn.
Við hjónin fórum í vikuferð til Tyrklands. Væntingar mínar voru svo sem engar en land og þjóð komu mér á óvart. Menningin er svo ólík íslenskri en mér fannst tyrkir hægverskir og góðlegir. Maður þurfti bara að vara sig á sölufólki enda eiga margir allt sitt undir því að pranga inn á vestrænan "auðmanninn".


Tyrkland hefur gamla menningu við fótskörina og við nutum sérstaklega að skoða Efesus og hefðum gjarnan viljað skoða meira heldur en hefðbundin túrista ferð býr upp á. Vonandi gefst okkur tækifæri til að heimsækja Tyrkland aftur.