24. september 2011

Út í bláinn


 
Ég hef nú svo sem ekki setið auðum höndum þó að bloggið sé ekki virkt. En sem sagt, ég lærði að hekla af   þessum gaur . Sat með tölvuna í fanginu 2. dag páska og æfði mig.  Það tók nokkuð mörg stykki þar til ég var sátt...

Ég var fyrst með sætt hvítt glimmergarn en það var alltof gisið. Færði mig svo yfir í bláu litina og endaði svo á að bæta við brúnum lit.

Gaurinn sýnir ekki hvernig kant skyldi gera utan um teppið en ég keypti þessa yndislegu bók og notaði munstur #39.

Svo er bara að finna lítinn prins sem vill nota teppið, kannski þessi hér...