29. janúar 2012

Nemo vettlingar

Ég prjónaði þessa vettlinga sitthvorn sunnudaginn á litla mann. Það er gott lag á þeim og uppskriftin er mjög auðveld.  Nemo vettlingar færðu á Raverly - frítt. :)

27. janúar 2012

Snjór , snjór og meiri snjór
Veðrið hefur ekki verið til útivistar síðustu daga. Þá er bara best að prófa nýjar muffins uppskriftir.
Bollakökur Rikku varð fyrir valinu, Vanillukökur með vanillukremi. "Væmið" sagði húsbóndinn en ég gat nú ekki séð annað en að þær hafi runnið ljúflega niður hjá öllum fjölskyldumeðlimum.


Heklið hefur tekið yfirhöndina.
Þetta teppi heppnaðist ágætlega en það hefði mátt vera svolítið stærra.
Svo var farið í það að hekla utan um krukkur. Heklaði utan um 8 krukkur á aðventunni. Gaf þær allar , gjafir handa kennurunum á leikskóladeildinni hans litla manns og til góðra vina.

Hér er uppskrift að krukkuhlífum sem ég stílfærði aðeins. Lenti nefnilega í vandræðum með að það var allt of vítt að ofan og þræddi þá efst í gegn borða eða bönd sem halda "hlífunum" kyrrum. Notaði m.a. borða af ónýtum gjafapokum sem smellpassa utan um hálsinn á krukkunni. Svo er líka flott að setja litlar perlur á endann á bandinu, perlurnar sóttar í dótakassa dætranna.