27. janúar 2012

Heklið hefur tekið yfirhöndina.
Þetta teppi heppnaðist ágætlega en það hefði mátt vera svolítið stærra.
Svo var farið í það að hekla utan um krukkur. Heklaði utan um 8 krukkur á aðventunni. Gaf þær allar , gjafir handa kennurunum á leikskóladeildinni hans litla manns og til góðra vina.

Hér er uppskrift að krukkuhlífum sem ég stílfærði aðeins. Lenti nefnilega í vandræðum með að það var allt of vítt að ofan og þræddi þá efst í gegn borða eða bönd sem halda "hlífunum" kyrrum. Notaði m.a. borða af ónýtum gjafapokum sem smellpassa utan um hálsinn á krukkunni. Svo er líka flott að setja litlar perlur á endann á bandinu, perlurnar sóttar í dótakassa dætranna.

1 ummæli:

  1. They are all so cute! The candles, but the little boy too:)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.