25. apríl 2010

barnalán

BarnalánHér eru allir gullmolarnir samankomnir.
Það var náttfatapartý í gær og S.C. fékk að gista.
jebb hvað er fallegra en myndarlegir og hraustir krakkar ?
Posted by Picasa

24. apríl 2010

bíladella

24.aprílsnemma beygist krókurinn

Litli mann að rifna af ánægju yfir að setjast undir stýri.


Posted by Picasa

18. apríl 2010

zucchini muffur

18. apríl 2010

Vor í lofti en algjört gluggaveður. Fjall á Íslandi veldur usla um alla heimsbyggðina. Maður í sjónvarpi sagði að gosið væri frá guði. Ekkert sem í mannlegu valdi gæti breytt þessu. Skondið að það þurfi að taka það fram.


Lífið heldur áfram og maður skellir bara í muffins. Fékk hugmynd frá bloggheimum að nota zucchini í bakstur. Það hefur gefist vel og hér er ein ágæt uppskrift:zucchini / gulrótarmuffur
1 1/2 bolli matarolía

3 bollar rifið zucchini (eða rifnar gulrætur)

2 bollar púðursykur

3 egg

2 bollar hveiti

2 tsk matarsóti

1 tsk salt

4 tsk kanillÖllu blandað vel saman með sleif og bakað í muffinsformi (18 min.) eða skúffukökuformi (ca. 25 min.)

Gott að setja smjörkrem ofan á en ekki nauðsynlegt. Skolið niður með ískaldri mjólk.
11. apríl 2010

Páskar apríl 2010


Við áttum góða páska í Norðlenskum kulda. Við ákváðum með skömmum fyrirvara að nota bústað í Kjarnaskógi og drifum okkur á skírdag. Fyrst horfðum við á AS í Hallgrímskirkju að syngja með skólakórnum. Það var aldeilis hátíðlegt og börnin stóðu sig eins og hetjur , að standa í heilan klukkutíma í hálfgerðu loftleysi (já , skrítið í svona stórri kirkju) .
Á Akureyri tók á móti okkur snjór og kuldi og voða mikið af grýlukertum. Áttum góða helgi en það var ekki fjarri því að við söknuðum lillamanns en hann dvaldi í góðu yfirlæti hjá ömmu, óla og GH.