18. apríl 2010

zucchini muffur

18. apríl 2010

Vor í lofti en algjört gluggaveður. Fjall á Íslandi veldur usla um alla heimsbyggðina. Maður í sjónvarpi sagði að gosið væri frá guði. Ekkert sem í mannlegu valdi gæti breytt þessu. Skondið að það þurfi að taka það fram.


Lífið heldur áfram og maður skellir bara í muffins. Fékk hugmynd frá bloggheimum að nota zucchini í bakstur. Það hefur gefist vel og hér er ein ágæt uppskrift:



zucchini / gulrótarmuffur
1 1/2 bolli matarolía

3 bollar rifið zucchini (eða rifnar gulrætur)

2 bollar púðursykur

3 egg

2 bollar hveiti

2 tsk matarsóti

1 tsk salt

4 tsk kanill



Öllu blandað vel saman með sleif og bakað í muffinsformi (18 min.) eða skúffukökuformi (ca. 25 min.)

Gott að setja smjörkrem ofan á en ekki nauðsynlegt. Skolið niður með ískaldri mjólk.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.