11. apríl 2010

Páskar apríl 2010


Við áttum góða páska í Norðlenskum kulda. Við ákváðum með skömmum fyrirvara að nota bústað í Kjarnaskógi og drifum okkur á skírdag. Fyrst horfðum við á AS í Hallgrímskirkju að syngja með skólakórnum. Það var aldeilis hátíðlegt og börnin stóðu sig eins og hetjur , að standa í heilan klukkutíma í hálfgerðu loftleysi (já , skrítið í svona stórri kirkju) .
Á Akureyri tók á móti okkur snjór og kuldi og voða mikið af grýlukertum. Áttum góða helgi en það var ekki fjarri því að við söknuðum lillamanns en hann dvaldi í góðu yfirlæti hjá ömmu, óla og GH.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.