21. desember 2009

Kjarakaup III






Kjarakaup III







Fyrri jól hef ég gefið jólagjafakörfur sem ég hef sett ýmislegt góðgæti í.

Bastkörfur af ýmsum stærðum henta vel í þetta
en það eru takmörk fyrir því hvað maður getur notað mikið af slíkum körfum !

Pappapokar geta verið fínir en þeir eru fokdýrir miðað við nýtni.

En viti menn, ég rakst á þennan fína blómakassa í Blómavali á tæplega 1200 krónur.



Eftir að hafa pússað hann og olíuborið er hann svo flottur að ég er að hugsa um að ná mér í fleiri til að eiga í handraðanum í tækifærisgjafir.








Posted by Picasa

18. desember 2009

Kjarakaup II

Kjarakaup II


Þennan dásamlega dagblaðapoka fékk ég í Nytjamarkaði Rauða krossins við Iðavelli.
Borgaði 500 krónur fyrir hann en fékk líka tvo snjáða en fallega borðdúka og ónotaða svuntu með.

Ég heillaðist að björtu, hreinu og skemmtilegu litunum í honum, ég heklaði bara nýtt band til að hengja hann upp með.

A.S. vildi fá hann við rúmið sitt til að geta geymt bækurnar sem hún er að lesa þá stundina.

Posted by Picasa

16. desember 2009

Kjarakaup


Kjarakaup dagsins

j

Ég fór með plaggat í innrömmun
sem er ég er búin að vera á leiðinni með að ramma inn í mörg ár.

En þar sem ég var á leiðinni út úr búðinni rakst ég á þessa mynd
á aðeins 500 krónur. Ódýrara en innflutt gjafakort!
Myndin heitir Þjóðfegurð og eftir Írisi en eina sem ég veit um hana
er að hún er héðan úr Keflavík.

Nú er bara að finna rétta staðinn fyrir myndina.

Posted by Picasa

15. desember 2009

Nýbúi í blogglandi
Ég er komin með blogg. Húrra !