9. júlí 2013

Fjársjóðsleit

Þegar við vorum fyrir norðan nýttum við okkur óspart Kjarnaskóg til útiveru. Þetta er frábær staður, hægt að þramma þarna um allt, manngerð leiktæki á opnum svæðum og spennandi leikstaðir í boði Skaparans. 

En einn daginn lögðum við upp í fjársjóðsleit í skóginum. Húsbóndinn var búinn að slá inn GPS staðsetningu sem við fundum á síðu GEOCACHING og þar með upphófst ævintýrið.
Þetta var heldur lengri ganga heldur en við bjuggumst við en þetta var þrælskemmtilegt. Gleðihrópin þegar krukkan með fjársjóðnum fannst loksins glumdu um allan skóg. Leikurinn felst sem sagt í því að finna "fjársjóði" með hjálp GPS staðsetningar og þegar hann finnst má skipta út "fjársjóði" fyrir annan í staðinn.


Skemmst er frá því að segja að fjölskyldan hét sér að finna fleiri fjársjóði á ferðalögum sínum.
Með hjálp GEOCACHING er hægt að finna merkilega/flotta staði sem maður hefði pottþétt ekki fundið annars.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.