25. mars 2016

Föstudagurinn langi

Þegar ég var barn var föstudagurinn langi mjög langur. Einhvern veginn komst maður þó í gegnum hann, í minningunni aðallega með því að hafa ofan af fyrir sér sjálfur með kubba- eða barbieleik.

Á unglingsárum lokaði maður sig inni í herbergi og hlustaði á tónlist af kassettum eða grúfði sig ofan í bók. Seinna meir fór maður í ferðalög með kristilegu starfi en svo á eigin vegum til dæmis í bústað og þeyttist um allar trissur.

Í dag kann ég að meta friðinn sem fylgir dymbilviku. Það er þó ekki svo að hér sé látlaus friður, nei, nei, ég heyri óm frá bíómyndum og tölvuleikjum en svo inn á milli fellur allt í dúnalogn og allir að slaka á hver á sinn máta.

Friðarkveðja

XXX

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.