5. mars 2016

Vor í lofti

Ég var að ljúka við sokka en uppskriftin er úr bókinni Sokkaprjón. Ég notaði Kambgarn en prjóna nr. 2,5. Gerði einnig úrtöku á tá á hliðum, finnst ekki passa að nota hvirfilúrtöku í sokka, amk. ekki á þessu pari.

Er að prjóna húfu á mig núna. Er alltaf að ruglast í mynstrinu svo að ég þarf að taka pásu eftir tvær umferðir og telja reglulega.

Annars hafa dagarnir gengið sinn vanagang. Hef verið óvenjulega þreytt og bara lagt mig þegar ég hef komið heim úr vinnu. Drattaðist þó í að baka bananabrauð einn daginn. Jummí, besta uppskriftin að bananabrauði hingað til. http://grgs.is/2013/11/13/bananabraudid-sem-bornin-elska/
 
 

Það líður samt að páskum, hlakka svo til vorsins :)

 

Þar til næst

X

 

 

 

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.