Sýnir færslur með efnisorðinu samprjón. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu samprjón. Sýna allar færslur

27. mars 2016

Sagan endalausa

 

Grínlaust þá hélt ég að ég myndi ekki hafa það af að ljúka við þessa vettlinga. Byrjaði á þeim í janúar í samprjóni í vettlingagrúbbunni á Ravelry.com og náði að halda í við hópinn. En allir endarnir sem þurfti að ganga frá. Það er hægt að prjóna endana jafnharðan inn í en ég hef ekki komist upp á lag með það ennþá.

Ég notaði garnafganga og prjóna #2,5 og þeir passa skínandi vel á kvenmannshönd. Uppskriftin heitir Mosaikk og fékk hönnuðinn innblástur úr ævintýrum 1001 nætur. Upskriftina er að sjálfsögðu hægt að fá á uppáhaldsvefnum mínum Ravelry.com

Þar til næst

XXX

 

28. desember 2015

Vettlingar


 

Í nóvember tók ég þátt í samprjóni í vettlingagrúbbu á Raverly. Byrjaði á að prjóna með Smart garni og var komin langleiðina með þá en þá litu þeir meira út eins og lúffur og hefðu passað á skessu. Byrjaði aftur með Baby garni og prjóna nr. 2 1/2. Þá gekk betur og þeir smellpassa á kvenmannshendur. Sendi vettlingana ásamt íslensku konfekti til ættingja í New York. Held það hafi verið nokkuð góð jólagjöf.

Vettlingauppskriftina má nálgast á Ravelry og heita þeir Southernmost mittens eftir Ericu Mount.