28. desember 2015

Vettlingar


 

Í nóvember tók ég þátt í samprjóni í vettlingagrúbbu á Raverly. Byrjaði á að prjóna með Smart garni og var komin langleiðina með þá en þá litu þeir meira út eins og lúffur og hefðu passað á skessu. Byrjaði aftur með Baby garni og prjóna nr. 2 1/2. Þá gekk betur og þeir smellpassa á kvenmannshendur. Sendi vettlingana ásamt íslensku konfekti til ættingja í New York. Held það hafi verið nokkuð góð jólagjöf.

Vettlingauppskriftina má nálgast á Ravelry og heita þeir Southernmost mittens eftir Ericu Mount.

 

 

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.