19. desember 2015

Búin að öllu...

" Ertu búin að öllu fyrir jólin? " er spurning sem hljómar gjarnan rétt fyrir hátíðir. Svo var sagt við mig" Heyrðu, mér finnst þú vera svona týpan sem prjónar á alla, bakar nokkrar sortir og sýður þitt eigið rauðkál ..."

 

Ha?!? Umm, nei ég er EKKI hún. Vildi svo sannarlega það væri raunin en það eru ófá skiptin á aðventu sem ég hef verið á barmi taugaáfalls. Það er nú bara þannig að mig langar til að hafa kósí og nice og vera ekki að taka þátt í hlaupinu en það tekur stundum bara heilmikið á að vera á bremsunni, ef þið vitið hvað ég á við.

 

Og grínlaust, það er nú bara fullt jobb að passa upp á að standa sína plikt sem foreldri. Jólasýning. Jólamót. Jólabingó. Jólaball. Jólanesti. Þetta er endalaust.

En svo gefst tími inn á milli til þess sem mig langar til að sé gert, mín prívat Litlu-jól. Í dag náðist slík stund. Ég útbjó litla skreytingu á leiði pabba og við brunuðum í garðinn til að koma henni fyrir. Yndislegt veður og góð stund sem skiptir svo miklu máli fyrir sálartetrið.

Eigið góðan dag, gott fólk.

XXX

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.