13. desember 2015

Við sækjum jólatréð

Hér á þessum bæ er engin hefð með jólatréð. Stundum notum við plast tréð sem okkur var gefið um árið notað. Það er svo raunverulegt að það fellir plast -barrið og þarf að ryksuga allt þegar það hefur verið skreytt og sömuleiðis þegar það er tekið niður í janúar. Stundum höfum við keypt jólatré af góðgerðarsamtökum en 2012 fórum við og sóttum tré í Vindáshlíð. Það var svo gaman og þetta árið langaði okkur til að endurtaka leikinn. Daginn sem auglýst var opið í Hlíðinni gerði brjál-veður svo ekkert varð úr en þar sem kona þekkir konu var leyfi fengið til að fara á eigin vegum, bara leggja inn á reikning Vindáshlíðar fyrir trénu.

Lögðum af stað í myrkri og mætt við sólarupprás. Ahhh, Hlíðin mín fríða.

Brunakuldi, -7c logn og snjór.

Hittum vinafólk og samnýttum bílkerruna fyrir trén.

Vorum með nesti og heitt í brúsa. Umm, yndislegt. Held að allir hafi verið nokkuð sáttir en þreyttir, Litlimann lagði sig meira að segja í bílnum á heimleið.

Nú bíður jólatréð úti á palli og við inni í hlýjunni að hlaða batteríin fyrir næsta verkefni.

Þar til næst,

XXX

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.