30. nóvember 2015

Aðventa

 
Nú líður að jólum. Það hefur nú varla farið fram hjá neinum. Litlimann er farinn að hafa ákveðnar hugmyndir um hvað þarf að að gera / eiga / fá fyrir jól. Sumt er skemmtilegt að gera saman í undirbúningi jóla eins og að baka piparkökur og mála þær með sykurgumsi. Það finnst Litlamann gaman - og gera síðan upp við sig hvaða köku skal borða fyrst.

Jóladagatal er bráðnauðsynlegur óþarfi á aðventu. Í gegnum tíðina hefur borist inn á okkar heimili allskonar dagatöl. Nammidagatöl. Myndadagatöl. Dótadagatöl. Allt saman gríðarlega spennandi og nú í þetta sinn dró ég úr geymslunni handgert dagatal eftir frænku mína sem hægt er að setja í litlar gersemar. Ég veit ekki hvor er spenntari, hann að opna pokana, eða ég að handfjatla þetta feikilega fallega handverk.

 

 

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.