3. nóvember 2015

Vettlingastuð

Ég varð að kaupa uppskriftina af þessum vettlingum, svona í tilefni af 100 ára kosningarafmæli kvenna. Þeir heita Gudrun mittens og byrjaði ég á þeim í ágúst. Ég ýtti þeim til hliðar þegar ég var búin með hægri vettlinginn því ég var ekki alveg sátt, án þess að vita hvað væri að honum. Ákvað að halda samt áfram með hinn í október og nú þegar þeir eru nærri tilbúnir er ég reynslunni ríkari. Garn í svona miklu útprjónuðu stykki verður að "renna" betur þ.e. það verður að vera hægt að toga þá og teyja svo þeir verði "jafnari." Get bara ekki útskýrt þetta betur. Sem sagt, hef lagt þá aftur til hliðar því ég á eftir að ganga frá endum, þvo þá og leggja til. Þá verða þeir (kannski) flottir.

Þá er best að snúa sér að einhverju nýju...

Þar til næst

X

 

1 ummæli:

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.