30. desember 2016
Síðan síðast...
17. september 2016
Haust
Haustið er komið, allt komið í rútínu og þá er gott að hafa handavinnuna.
Ég hef líka verið aðeins verið að leika með pappír og málningu.
Þar til næst
XXX
4. júlí 2016
Brighton hunangs flugan
Ég fór til Brighton og keypti mér garn. Það var alveg klikkað dýrt en hrikalega er ég ánægð með það.
Uppskriftina er hægt að fá á Ravelry og heitir The view from the hill eftir Kirsten Kapur. Ég notaði prjóna nr. 4 og garnið heitir The uncommon thread, everyday sport.
Ps. Mamma er að jafna sig eftir aðgerðina. Blessunarlega gekk allt vel og hún á batavegi.
Nú tökum við bara á móti sumrinu með sól í hjarta
Þar til næst
XXX
13. júní 2016
Þungt um hjarta
Í kvöld kveiki ég á kertum.
Fyrir þá sem eiga um sárt að binda í Orlando.
Fyrir elskulega mömmu mína sem fór í aðgerð í dag og þarfnast meiri nærveru og bæna um góðan bata.
XXX
17. maí 2016
Brighton
15. apríl 2016
Páskalambið
Þessi var prjónuð rétt fyrir páska. Marr verður eitthvað svo kindarlegur...bara eins og kind!
Uppskrift er frí á Ravelry.com og heitir baa ble hat. Smart garn og prjónar #3,5
Ég er annars búin að vera súper busy síðustu daga því ég skellti mér á kúrs í Listaháskólanum. Það er búið að vera svo skemmtilegt. Kannski maður fari bara að breytast í menningavita eftir það allt saman :)
Þar til næst, eigið góðan dag.
6. apríl 2016
Svart / hvítt
Var að klára þessa sokka á Litlamann. Ég er svolítið upptekin þessa dagana að nota upp garnafganga. Stroffið er úr Lanett - held ég - en leistinn sjálfur er úr hnykli sem varð eftir þegar ég var fyrst að komast upp á lag með að gera sokka. Garnið er frá Marks&kattens og er þrusugott. Hérna eru "gömlu" sokkarnir, ég hef hent þeim í þvottavél og Voila! alveg eins og nýir.
Þar til næst
X