22. apríl 2012

Skipulagt kaos.

Dágóður tími fer á þessu heimili að leita að hlutum. "mamma, hvar er þetta, hvar er hitt" er algeng spurning sem æruverðug moi á að finna sí og æ.

Sumt er hægt að hafa í röð og reglu en kryddskúffan er fljót að fara í drasl og lengi verið að finna rétta kryddið og í amstri dagsins má maður ekki neinn tíma missa - þá styttist tíminn sem maður hefur til að hekla !

Og svona leit kryddskúffan út áður en límmiðar og tiltekt hófst ...


...og svona eftir á. Ég merkti ofan á kryddið með ódýrum hvítum límmiðum, þegar kryddið er búið er svo hægt að hirða lokið og setja á nýjan stauk.



Ég er ekki frá því að þetta sé betra, að minnsta kosti sagði ektamann: "vóÓó, góð hugmynd hjá þér" þegar hann leitaði að grillkryddinu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.