5. maí 2012

Fröken Rúlla

Á fimmtudagskvöld var komið að því. Fröken Rúlla skyldi koma í heiminn. Hún yrði þó ekki gerð af Meistarans höndum ...en því sem næst.

Nú var allt lagt undir. Öll þekking og kunnátta síðustu ára lögð saman. Allt sem búið var að læra um heklið síðasta árið. Útsaumssporin síðan í grunnskóla rifjuð upp. Teikningarnar á borðinu skoðaðar í þaula og efni allt saman komið.


Kvöldið fór í að skapa það sem allt byggðist á. Undir miðnætti var skaparinn orðinn býsna þreyttur en áfram skyldi haldið næsta kvöld.

Næsta kvöld var erfitt. Ekki var útlit fyrir að teikningarnar væru eins og skaparinn vildi. Ekkert passaði saman. Fröken Rúlla var bjargað frá ruslatunninni á einhvern undaverðan hátt. Kannski englar skaparans hafi tekið í taumana ?

En svo datt einhvern veginn allt saman. Aðstoðarmenn skaparans stóðu á hliðarlínunni og hvöttu hann til dáða. "Hvar er takkinn ?" sagði Litli aðstoðarmaðurinn sem varð til þess að skaparinn hélt sínu striki.
Skaparinn varð reyndar að sinna ýmsum öðrum skylduverkum inn á milli því ekki virðist heimurinn geta án hans verið.

En svo... TaDaddarRra !!!


Fröken Rúlla


Svo ósköp smá. Hefur reyndar ekki hendur eða fætur en kemst örugglega á milli staða á litlu hjólunum sínum eða fær far í litlum lófa.

Andlitið góðlegt og á sama tíma svo óspillt og hreint. Og ávallt með bros á vör.



Þrátt fyrir stirðlegt og vélmennislegt útlit hefur Frökun Rúlla hjartað á réttum stað sem stanslaus áminning um það að útlitið og geta hvers og eins skipta ekki mestu máli heldur hlýjan og hjartalag sem býr að baki.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.