5. febrúar 2015

Fyrsta vikan í febrúar





Veðrið hefur verið heldur betur umhleypingasamt síðustu vikuna. Snjókoma, rigning, rok og sólskin sitt á hvað. Sem betur fer er daginn farið að lengja og það er búið að vera yndislegt veður yfir hábjartan daginn. 
Ég prjónaði annað sett af vettlingum sem var í samprjóni í september síðastliðnum. Ég er miklu ánægðari með þessa vettlinga en núna vissi ég hvernig lokaútkoman yrði. Svo prjónaði ég þá með aðeins meiri festu svo að þeir urðu þéttari og fallegri. Garnið er Baby garn frá RAUMA og breytti ég aðeins stroffinu með því að hafa það einlitt. Uppskriftina má nálgast á Ravelry og heitir Soria Moria Vott.
Sundgarpurinn kom, sá og sigraði í Luxemburg. Varð í 3. 8. og 9. sæti á súper sterku Evrópu móti. Hún var nokkuð sátt við að taka við verðlaunum á sjálfan afmælisdaginn. En það er erfitt að taka þátt í svona móti og þegar hún kom heim skreið hún upp í rúm og svaf í 15 tíma.
Þar til næst

x



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.