27. janúar 2013

Aðgerðalisti

Listar eru til margs nýtilegir.
 Það er svo þægilegt að búa til lista yfir það sem þarf að gera eða komast yfir.
Stundum er listinn langur.
Stundum er listinn með einhverju leiðinlegu en verður að gera samt.
Og alltof oft gleymist að setja inn á listann eitthvað fyrir alla, ef þið vitið hvað ég á við.

Listinn síðustu helgina í janúar:

matarinnkaup
setja í þvottavél
elda kvöldmat
setja í aðra þvottavél (komst ekki í það, sofnaði yfir imbanum)

þvo smekkina sem ég gerði um síðustu helgi


setja í þvottavél
ganga frá eftir morgunmat
gefa að borða
ganga aftur frá í eldhúsinu

út að labba í snjónum


renna á þoturassi (uhumm, læt þá yngri um það)

búa til snjóengla


leggja sig eftir tveggja tíma útiveru (já, já, læt þá yngri um það...
en eftir á að hyggja hefði ég átt að gera það líka)

ganga frá í eldhúsinu
meiri matarinnkaup  (hvenær lærir maður að koma heim með allt það sem vantar ?)
setja í þvottavél
þrífa baðherbergi
lita í litabækur
elda kvöldmat

horfa á eurovision
leggja sig með Litlamann
lesa í Kindlinum

fá sér hollan morgunmat 
fara í sunnudagaskólann
setja í þvottavél (það er alveg magnað hvað það sést sjaldan í botninn á þvottakörfunni)
gefa Litlamann að borða

klára Hallgrímshúfu
ganga frá endum á Hallgrímshúfu
læra betur að lesa eftir enskum prjónauppskriftum...


Já, ókey ég veit að það er ekki hægt að gera allt í einu,
kannski verður listinn styttri næst  !
1 ummæli:

  1. Bilaður dugnaður er þetta kona - þvílík listaverk sem þú ert að skapa :)
    Fyrirsæturnar eru svo fallegar :)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.