29. janúar 2012

Nemo vettlingar

Ég prjónaði þessa vettlinga sitthvorn sunnudaginn á litla mann. Það er gott lag á þeim og uppskriftin er mjög auðveld.  Nemo vettlingar færðu á Raverly - frítt. :)

27. janúar 2012

Snjór , snjór og meiri snjór
Veðrið hefur ekki verið til útivistar síðustu daga. Þá er bara best að prófa nýjar muffins uppskriftir.
Bollakökur Rikku varð fyrir valinu, Vanillukökur með vanillukremi. "Væmið" sagði húsbóndinn en ég gat nú ekki séð annað en að þær hafi runnið ljúflega niður hjá öllum fjölskyldumeðlimum.


Heklið hefur tekið yfirhöndina.
Þetta teppi heppnaðist ágætlega en það hefði mátt vera svolítið stærra.
Svo var farið í það að hekla utan um krukkur. Heklaði utan um 8 krukkur á aðventunni. Gaf þær allar , gjafir handa kennurunum á leikskóladeildinni hans litla manns og til góðra vina.

Hér er uppskrift að krukkuhlífum sem ég stílfærði aðeins. Lenti nefnilega í vandræðum með að það var allt of vítt að ofan og þræddi þá efst í gegn borða eða bönd sem halda "hlífunum" kyrrum. Notaði m.a. borða af ónýtum gjafapokum sem smellpassa utan um hálsinn á krukkunni. Svo er líka flott að setja litlar perlur á endann á bandinu, perlurnar sóttar í dótakassa dætranna.

24. september 2011

Út í bláinn


 
Ég hef nú svo sem ekki setið auðum höndum þó að bloggið sé ekki virkt. En sem sagt, ég lærði að hekla af   þessum gaur . Sat með tölvuna í fanginu 2. dag páska og æfði mig.  Það tók nokkuð mörg stykki þar til ég var sátt...

Ég var fyrst með sætt hvítt glimmergarn en það var alltof gisið. Færði mig svo yfir í bláu litina og endaði svo á að bæta við brúnum lit.

Gaurinn sýnir ekki hvernig kant skyldi gera utan um teppið en ég keypti þessa yndislegu bók og notaði munstur #39.

Svo er bara að finna lítinn prins sem vill nota teppið, kannski þessi hér...






21. mars 2011

Ungbarnateppi

21.mars 11
Ég hef verið nokkuð iðin við prjónaskapinn eftir áramót . Þetta teppi var ég ekki nema um 2 mánuði að ljúka við. Í uppskriftinni er teppið einlitt en marglitt er toppurinn á tilverunni. Ég er bara nokkuð ánægð með útkomuna. Garnið er ullarblanda og undurmjúkt. Teppið er þegar farið til samkennara, vonandi kemur það að góðum notum.

4. október 2010

Margur heldur mig sig

Margur heldur mig sig

Auðvitað veistu alltaf best;
enginn má þér betur.
Hæglega gætirðu fengist við flest,
og fátt sem þú ekki getur.
Og víst eru flísarnar fáeinar
faldar í augunum mínum;
hvassir breyskleikans borteinar
byrgja mér jafnan sýnum.
En áður en aumum er úthlutað
aftöku og plássi á haugum,
reyndu þá gæskan að gæta að
gólfefni í eigin augum.

Góð fyrrverandi samstarfskona og vinkona gaf mér þessa vísu. Ekki veit ég hvar hún fann hana en góð er hún.

25. september 2010

Tyrkland

Ferðalög
Mikið er gaman að ferðast og skoða heiminn.
Við hjónin fórum í vikuferð til Tyrklands. Væntingar mínar voru svo sem engar en land og þjóð komu mér á óvart. Menningin er svo ólík íslenskri en mér fannst tyrkir hægverskir og góðlegir. Maður þurfti bara að vara sig á sölufólki enda eiga margir allt sitt undir því að pranga inn á vestrænan "auðmanninn".


Tyrkland hefur gamla menningu við fótskörina og við nutum sérstaklega að skoða Efesus og hefðum gjarnan viljað skoða meira heldur en hefðbundin túrista ferð býr upp á. Vonandi gefst okkur tækifæri til að heimsækja Tyrkland aftur.