11. mars 2014

Púði

Fyrir fimm árum keypti ég garn í kassa í Storkinum. Uppskriftin fylgdi með. Þetta átti að verða svo sætur prjónaður poki. Jamm og jæja. Uppskriftin var á ensku og ég var bara ekki að nenna að pæla í henni.

Fyrir einu ári tók ég fram garnið aftur. Kannski gæti ég bara heklað tösku í staðinn? Jú, taska skyldi þetta verða. Var búin með dúllurnar en einhvern veginn læddist að mér sá grunur að ég myndi aldrei nota svona hippalega tösku. Kannski gæti taskan farið í einhvern pakkann? Æji nei. Eitthvað svo glatað.

En svo kom hugmyndin. Kannski þetta yrði bara ágætur púði. Jahá, púði skyldi þetta verða.
Ég held að ég sé bara nokkuð sátt með útkomuna.


2 ummæli:

  1. Flottur púði, og litirnir æðislegir! Góðir hlutir gerast hægt :)

    SvaraEyða
  2. Snilldar umbreyting :)

    Fallegur púði :)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.