13. maí 2013

Blómaábreiða

Það fer ekki á milli mála, ég er farin að bíða eftir sumrinu og ég get svoleiðis svarið það að það kom á fimmtudaginn síðasta. Þá gat ég drukkið kaffið mitt úti í garði. Já með góðum vilja var það hægt, ég held að hitinn hafi farið í 10°c. Þvotturinn á snúrunni, grillið komið út á sinn stað og trén farin að bruma.


Og þá er ekki úr vegi að frumsýna nýjasta heklverkefnið mitt. Ekki það að ég hafi byrjað á því fyrir stuttu, neihei, ég byrjaði á því fyrir einu ári síðan. Gerði nokkrar dúllur í einu og tók svo pásu. Meginástæðan fyrir því er sú  að ég hafi ekki alveg verið búin að hugsa til enda hvernig ég ætlaði að festa dúllurnar saman. Svo voru það allir endarnir sem þurfti að ganga frá, eina sem ég sagt um það er að þeir voru MARGIR. 
En svona líta sjötíu og tvær sexhyrndar dúllur út.
.



1 ummæli:

  1. Fallegt blogg hjá þér. Teppið er alveg í mínum litum, mjög fallegt hjá þér.
    Bestu kveðjur,
    Jóhanna

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.