25. apríl 2010
24. apríl 2010
18. apríl 2010
zucchini muffur
18. apríl 2010
Vor í lofti en algjört gluggaveður. Fjall á Íslandi veldur usla um alla heimsbyggðina. Maður í sjónvarpi sagði að gosið væri frá guði. Ekkert sem í mannlegu valdi gæti breytt þessu. Skondið að það þurfi að taka það fram.
Lífið heldur áfram og maður skellir bara í muffins. Fékk hugmynd frá bloggheimum að nota zucchini í bakstur. Það hefur gefist vel og hér er ein ágæt uppskrift:
3 bollar rifið zucchini (eða rifnar gulrætur)
2 bollar púðursykur
3 egg
2 bollar hveiti
2 tsk matarsóti
1 tsk salt
4 tsk kanill
Öllu blandað vel saman með sleif og bakað í muffinsformi (18 min.) eða skúffukökuformi (ca. 25 min.)
Gott að setja smjörkrem ofan á en ekki nauðsynlegt. Skolið niður með ískaldri mjólk.

Vor í lofti en algjört gluggaveður. Fjall á Íslandi veldur usla um alla heimsbyggðina. Maður í sjónvarpi sagði að gosið væri frá guði. Ekkert sem í mannlegu valdi gæti breytt þessu. Skondið að það þurfi að taka það fram.
Lífið heldur áfram og maður skellir bara í muffins. Fékk hugmynd frá bloggheimum að nota zucchini í bakstur. Það hefur gefist vel og hér er ein ágæt uppskrift:
zucchini / gulrótarmuffur
1 1/2 bolli matarolía
3 bollar rifið zucchini (eða rifnar gulrætur)
2 bollar púðursykur
3 egg
2 bollar hveiti
2 tsk matarsóti
1 tsk salt
4 tsk kanill
Öllu blandað vel saman með sleif og bakað í muffinsformi (18 min.) eða skúffukökuformi (ca. 25 min.)
Gott að setja smjörkrem ofan á en ekki nauðsynlegt. Skolið niður með ískaldri mjólk.
11. apríl 2010
Páskar apríl 2010

Við áttum góða páska í Norðlenskum kulda. Við ákváðum með skömmum fyrirvara að nota bústað í Kjarnaskógi og drifum okkur á skírdag. Fyrst horfðum við á AS í Hallgrímskirkju að syngja með skólakórnum. Það var aldeilis hátíðlegt og börnin stóðu sig eins og hetjur , að standa í heilan klukkutíma í hálfgerðu loftleysi (já , skrítið í svona stórri kirkju) .
Á Akureyri tók á móti okkur snjór og kuldi og voða mikið af grýlukertum. Áttum góða helgi en það var ekki fjarri því að við söknuðum lillamanns en hann dvaldi í góðu yfirlæti hjá ömmu, óla og GH.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)