19. júlí 2014

Allt í köku


Í áframhaldandi rigningartíð erum við Litlimann búin að baka endalaust af kökum. Sunddrottningin er einnig orðin vel liðtæk í eldhúsinu en hún er núna í tveggja vikna sumarfríi frá sundi og gerir því lítið annað þessa dagana en að borða og sofa.
Ef þig langar til að skella í möffins þá klikkar þessi uppskrift seint:


Jógúrt möffins

150 gr smjörlíki
2 bollar sykur
3 egg
2 1/2 bolli hveiti
1/2 tsk matarsóti
1/2 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1 dós kaffijógúrt - tæpir tveir desilítrar ef þig langar til að prófa einhverja aðra tegund, sem virkar alveg jafnvel.
100 gr súkkulaðispænir 

Hitið ofninn í 200°c 
Gott að hræra fyrst saman smjörlíki, sykur og egg svolitla stund 
Bætið restinni út í og hrærið vel
Ég set að lokum súkkulaðið varlega saman við með sleif. Það er líka hægt að skipta út súkkulaði og setja hnetur eða frosin ber, bara svona eftir því hvað er til í skápunum ;)

Bakið í ca. 15 mínútur - allt eftir því hversu mikið er í hverju möffinsformi.

Uppskrift dugar í uþb. 22 muffins

Verði ykkur að góðu 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.