29. febrúar 2012


Ég segi það satt, ég hélt í alvöru að það væri að koma vor en nei...


...en það er svo sem allt í lagi. Ég hef verið að undirbúa fermingu fröken #1. Þetta verður allt saman mjög settlegt og heimilislegt en það þarf að huga að smáatriðunum, servéttur, dúkar, hanskar, kerti og svo framvegis.

Mig langaði að hekla blóm utan um ljósaseríu og skreyta veisluborðið. En mér hefur gengið illa að fá uppskriftirnar sem ég hef fundið á netinu til að passa utan um seríuna. Svo ég reyndi að bulla upp úr mér sjálfri og svei mér þá, að þau séu bestu hingað til.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.