12. febrúar 2012

Bananabrauð og Döðlubrauð

Ertu komin á fætur kl.8.00 á sunnudagsmorgni? Langar þig til að baka eitthvað einfalt með kafffinu ?
Þá er uppskriftin hér:

Bananabrauð
3 stórir bananar
1 bolli sykur
2 bollar hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 egg

Byrjaðu á að stappa banana og blandaðu svo öllu öðru hráefni vel saman við þá með sleif. Því næst hellirðu deiginu í vel smurt, aflangt kökumót. Bakar brauðið við 180°c í 50 mín. eða þar til prjónn sem þú stingur í brauðið kemur hreinn út.


Döðlubrauð

1 1/2 bolli sjóðandi vatn
1 bolli döðlur
1 msk brætt smjör/smjörlíki
1 1/2 bolli sykur
2 1/2 bolli hveiti
1/4 tsk lyftiduft
2 tsk matarsódi
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk salt
1 egg

Döðlur brytjaðar og látnar standa í vatninu þar til þær eru linar, smjör sett saman við (sem bráðnar
í vatninu). Settu þurrefnin saman við, hrærðu með sleif, vanilludropar og eggið líka - passaðu bara að deigið sé ekki of heitt þegar eggið fer í þá getur deigið skilið sig.  Hef lent í því þegar ég ætlaði að hræra allt saman á ljóshraða :)
Fínt að hita sér kaffi eða te meðan maður bíður eftir að heita vatnið kólnar með döðlunum.
Bakað í ca. 60 mín. við 180°c eða þar til prjónn sem þú stingur í brauðið kemur hreinn út.

Bæði brauðin eru fín með smjöri og jafnvel ostsneið. Verði þér að góðu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.