Rigningarsuddi
Eftir mikinn snjó er komin rigningartíð. Allur snjór horfinn en sem betur fer farið að lengja daginn svo að myrkrið er ekki eins yfirþyrmandi.
Ég er mest í litlu verkefnunum núna, það er svo gott að fá að sjá afrakstur verka sinna strax. Það eru litlu stundirnar sem telja, það er að segja þegar ég sit yfir sundæfingum litla manns þá er hægt að tengja nokkrar lykkjur eða yfir sjónvarpinu á kvöldin þegar ró færist yfir.
Dúllurnar eru úr þessari bók hérna , frábærar skýringar og myndir. Ég gaf mér svolítinn tíma til að læra á táknin, það margborgar sig.
Íslandsstjakinn er snilldarhönnun, fallegt og óvenjulegt.
Músin er líka handunnin eftir fjarskyldan frænda norðan af landi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð. Gaman að heyra hvað þér finnst.
Please leave a message. Love to hear from you.