15. apríl 2016

Páskalambið


 

Þessi var prjónuð rétt fyrir páska. Marr verður eitthvað svo kindarlegur...bara eins og kind!

Uppskrift er frí á Ravelry.com og heitir baa ble hat. Smart garn og prjónar #3,5

Ég er annars búin að vera súper busy síðustu daga því ég skellti mér á kúrs í Listaháskólanum. Það er búið að vera svo skemmtilegt. Kannski maður fari bara að breytast í menningavita eftir það allt saman :)

Þar til næst, eigið góðan dag.

 

6. apríl 2016

Svart / hvítt

 


Var að klára þessa sokka á Litlamann. Ég er svolítið upptekin þessa dagana að nota upp garnafganga. Stroffið er úr Lanett - held ég - en leistinn sjálfur er úr hnykli sem varð eftir þegar ég var fyrst að komast upp á lag með að gera sokka. Garnið er frá Marks&kattens og er þrusugott. Hérna eru "gömlu" sokkarnir, ég hef hent þeim í þvottavél og Voila! alveg eins og nýir.

Þar til næst

X